Conor rotaði „kúrekann“ eftir 40 sekúndur

Conor McGregor er snúinn aftur í búrið og gott betur …
Conor McGregor er snúinn aftur í búrið og gott betur en það. AFP

Írski bar­dagakapp­inn Con­or McGreg­or hafði betur gegn Don­ald „kú­reka“ Cerrone þegar hann sneri aftur í búrið í Ultima­te Fig­ht­ing Champ­i­ons­hip (UFC) í gærkvöld, 15 mánuðum eft­ir að hafa tapað titilbardaga fyr­ir Khabib Nur­magomedov.

Bardaginn fór fram í T-Mobile Arena í Las Vegas og það tók Conor aðeins 40 sekúndur að sigra kúrekann, en eftir stanslaus högg frá Conor í upphafi bardagans tókst honum að rota Cerrone. Dómarinn greip inn í og stöðvaði bardagann og dæmdi Conor sigur með tæknilegu rothöggi. 

„Ég komst í sögubækurnar í kvöld. Ég setti met. Ég er fyrsti bardagakappinn í sögu UFC sem sigrar með rothöggi í fjaðurvigt, léttivigt og nú í veltivigt - ég er mjög stolur af því,“ sagði McGregor eftir sigurinn, en Cerrone er einn besti veltivigtamaður sögunnar á meðan McGregor var að berjast í þyngdaflokknum í fyrsta skipti

Það hefur gengið á ýmsu hjá kappanum undanfarin misseri. Í nóvember var hann fund­inn sek­ur um að hafa lamið mann á bar í Dublin al­gjör­lega að til­efn­is­lausu. Fyr­ir það þurfti hann að greiða 1.000 evr­ur í sekt.

Í mars lýsti hann því yfir að hann væri hætt­ur keppni og myndi leggja hansk­ana á hill­una en nú er hann hins vegar snúinn aftur, og gott betur en það.

Conor McGreg­or og Don­ald „kú­reki“ Cerrone öttu kappi í Las …
Conor McGreg­or og Don­ald „kú­reki“ Cerrone öttu kappi í Las Vegas í gær. AFP
Frá bardaganum í nótt.
Frá bardaganum í nótt. AFP
McGregor sigraði andstæðing sinn með tæknilegu rothöggi.
McGregor sigraði andstæðing sinn með tæknilegu rothöggi. AFP
mbl.is