Frænka McGregors lést af völdum veirunnar

Conor McGregor missti frænku sína.
Conor McGregor missti frænku sína. AFP

Bardagamaðurinn Conor McGregor greindi frá andláti frænku sinnar af völdum kórónuveirunnar á Instagram í dag. Birti hann nokkrar fjölskyldumyndir í færslunni og kallar hann veiruna heimskulega og spyr hvað sé í gangi.

„Ég fékk símtal þar sem mér var greint frá því að Anne væri látin. Elskuleg frænka mín, systir móður minnar, þessi heimskulega fjandans veira,“ er á meðal þess sem McGregor skrifar í færslunni. 

Þá fer hann yfir hættuna sem getur stafað af handaböndum við aðdáendur og að hann ætli að taka sig á í eigin hreinlæti. Færsluna má sjá með að smella hér.

mbl.is