Ekkert verður af bardagakvöldi á einkaeyju

Weili Zhang og Joanna Jedrzejczyk berjast á UFC-bardagakvöldi í síðasta …
Weili Zhang og Joanna Jedrzejczyk berjast á UFC-bardagakvöldi í síðasta mánuði. AFP

UFC-bardagasamtökin munu ekki halda stóran viðburð á einkaeyju á næstunni eins og upprunalega stóð til. Dana White, forseti samtakanna, ætlaði að sjónvarpa beint frá eyjunni fjölmörgum viðburðum án áhorfenda á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir.

White hafði fundið einkaeyju til að hýsa viðburði sína og átti næsta bardagakvöld að fara fram 18. apríl en eftir að útsendingaraðilarnir ESPN og Disney lýstu yfir áhyggjum sínum og báðu um að viðburðurinn yrði felldur niður gekk White að því.

Nú hefur öllum viðburðum verið frestað ótímabundið en White hefur ítrekað haldið því fram að heilsa keppenda og annarra sem koma að kvöld­un­um væri í fyr­ir­rúmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert