Conor McGregor er hættur

Conor McGregor fagnaði mörgum sigrum í hringnum.
Conor McGregor fagnaði mörgum sigrum í hringnum. AFP

Írski bar­dagakapp­inn Con­or McGreg­or greindi frá því snemma í morgun að hann væri hættur og myndi leggja hanskana á hilluna. Írinn birti mynd af móður sinni með skilaboðunum á Twitter.

McGregor, sem hefur unnið marga UFC-bardaga á ferlinum, er 31 árs en en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem hann seg­ist vera hætt­ur.

„Ég hef ákveðið að hætta. Takk fyrir frábærar minningar!“ skrifaði McGregor meðal annars á Twitter-síðu sína.

mbl.is