Conor snýr aftur í búrið

Conor McGregor mætir Dustin Poirier í janúar.
Conor McGregor mætir Dustin Poirier í janúar. AFP

Conor McGregor snýr aftur í búrið 23. janúar næstkomandi er hann mætir Dustin Poirier. Eru báðir bardagamenn búnir að skrifa undir bardagasamning.

Verður bardaginn aðalbardaginn á UFC 257 bardagakvöldinu og fer væntanlega fram í Abu Dhabi. Þá verður bardaginn í léttvigt en McGregor hefur ekki barist í þyngdarflokknum síðan hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í október árið 2018. McGregor barðist síðast við Donald Cerrone í veltivigt en Gunnar Nelson er einnig í veltivigt.

McGregor og Poirier mættust í fjaðurvigt í september 2014 og hafði þá McGregor betur með rothöggi í 1. lotu. Síðan þá hefur Írinn unnið sex bardaga, tapað tveimur og orðið meistari í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Á sama tíma hefur Poirier barist tólf sinnum, unnið tíu bardaga og tapað tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert