Sór við gröf föður síns að snúa aldrei aftur

Khabib Nurmagomedov lagði hanskana á hilluna í lok október.
Khabib Nurmagomedov lagði hanskana á hilluna í lok október. AFP

MMA bardagakappinn Khabib Nurmagomedov ætlar sér ekki að snúa aftur í UFC en þetta staðfesti Charles Oliveira, félagi hans og bardagakappi innan UFC.

Nurmagomedov lagði hanskana á hilluna í lok nóvember eftir að hann varði heimsmeistaratitil sinn í léttivigt í Forum Arena í Abú Dabí.

Rússinn hefur þrívegis varið heimsmeistaratitil sinn í léttivigt en missti föður sinn skyndilega fyrr á árinu eftir að hann hafði greinst með kórónuveiruna.

„Þetta var minn síðasti bar­dagi á ferl­in­um,“ sagði Nurmagomedov eftir sigurinn gegn Bandaríkjamanninum Justin Gaethje.

„Hann er ekki að fara berjast aftur,“ sagði Oliveira í samtali við MMANews á dögunum.

„Hann sór við gröf föður síns að hann myndi ekki berjast aftur,“ bætti Oliveira við.

Nurmagomedov, sem er 32 ára gamall, er á meðal sigursælustu bardagakappa í sögu UFC en hann vann 29 bardaga á ferlinum og beið aldrei ósigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert