Lovren reyndi fyrir sér í búrinu – entist í 50 sekúndur

Á Dejan Lovren framtíðina fyrir sér í blönduðum bardagalistum?
Á Dejan Lovren framtíðina fyrir sér í blönduðum bardagalistum? AFP

Króatíski knattspyrnumaðurinn Dejan Lovren reyndi fyrir sér í blönduðum bardagalistum þegar hann æfði með Mirko Filipovic, oftast þekktur sem Mirko Cro Cop, um helgina.

Filipovic, sem er 46 ára gamall Króati, var hluti af UFC í blönduðum bardagalistum um nokkurra ára skeið og er talinn einn besti sparkboxari heims í þungavigt.

Hinn 31 árs gamli Lovren, sem er varnarmaður rússneska knattspyrnuliðsins Zenit St. Pétursborgar og króatíska landsliðsins og spilaði áður með Liverpool, deildi myndbandi af æfingu sinni með Filipovic í gær.

Þar má sjá hvernig Lovren stóð örlítið í Filipovic en að lokum leiddist þeim síðarnefnda þófið, fleygði Lovren á dýnuna og læsti handleggnum svo að hann þurfti að gefa merki um uppgjöf, eftir að þeir höfðu ást við í um 50 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert