McGregor snýr aftur í búrið

Conor McGregor snýr aftur í búrið í júlí.
Conor McGregor snýr aftur í búrið í júlí. AFP

MMA-bardagakappinn Conor McGregor snýr aftur í búrið 10. júlí þegar hann mætir Dustin Porier í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, á dögunum en þetta verður þriðji innbyrðisbardagi þeirra félaga á ferlinum.

Þeir mættust fyrst í Las Vegas á UFC 178 í MGM-höllinni í Las Vegas í september 2014 þar sem McGregor hafði betur.

Þeir mættust svo aftur á UFC 257 í Abú Dabí í janúar 2021 þar sem Porier hafði betur í annarri lotu.

„Miðasala fyrir bardagann hefst í næstu viku,“ sagði White á blaðamannafundi í vikunni.

„Alls verða 20.000 miðar seldir og höllin verður því fullnýtt fyrir áhorfendur,“ bætti White við.

mbl.is