Mikael Leó í undanúrslit í Prag

Mikael Leó Aclipen er kominn áfram í undanúrslit í Prag.
Mikael Leó Aclipen er kominn áfram í undanúrslit í Prag. Ljósmynd/Ásgeir Marteinsson

Mikael Leó Aplicen tryggði sér sæti í undanúrslitum á heimsbikarmóti áhugamanna í blönduðum bar­dagalist­um í Prag í Tékklandi í dag.

Mikael Leó, sem er 18 ára, vann öruggan sigur gegn Marek Zachar frá Slóvakíu í átta manna úrslitum en hann keppir í 61kg flokki, bantanvigt, í flokki 18-21 árs.

Hann mætir Otabek Rajabov frá Tadsíkistan í undanúrslitum á morgun en heims­bikar­mótið er haldið af alþjóða MMA sam­band­inu, IMM­AF, og er þetta í fyrsta sinn sem heimsbikarmót fer fram á vegum sambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert