Fyrsti bardagi Gunnars síðan 2019

Gunnar Nelson er á leiðinni í búrið í mars.
Gunnar Nelson er á leiðinni í búrið í mars. Ljósmynd/UFC

MMA bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Brasilíumanninum Claudio Silva á UFC-bardagkvöldi í Lundúnum hinn 19. mars. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Mjölnir sendi frá sér í dag.

Síðasti bardagi Gunnars var gegn Gilbert Burns í september árið 2019 þar sem Íslendingurinn beið lægri hlut. 

Gunnar, sem er 33 ára gamall, hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hann skrifaði undir nýjan samning við bardagasamtökin UFC í blönduðum bardagalistum á dögunum.

Mótherji Gunnars er 39 ára sem hefur verið á samningi hjá UFC frá árinu 2014. Hann hefur unnið 14 bardaga og tapað þremur en fimm sigranna hafa komið í bardögum á vegum UFC. Hann er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en bæði Gunnar og Silva hafa samþykkt bardagann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert