Jón Halldór hættur með Grindavík

Jón Halldór Eðvaldsson ásamt Pálínu Gunnlaugsdóttur.
Jón Halldór Eðvaldsson ásamt Pálínu Gunnlaugsdóttur. mbl.is/Ómar

Jón Halldór Eðvaldsson er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik. Frá þessu greinir vefurinn karfan.is en fulltrúi í stjórn kvennaráðs körfuknattleiksdeildar Grindavíkur staðfesti í samtali við vefinn að Jón Halldór sé hættur.

Lewis Clinch Jr., leikmaður karlaliðs Grindavíkur, mun taka við þjálfun liðsins en því hefur vegnað illa á tímabilinu og er í næstneðsta sæti Dominos-deildarinar með 14 stig eftir 22 leiki.

Grindavík mætir Keflavík á útivelli í Dominos-deildinni í kvöld og fróðlegt verður að sjá hvernig Grindavíkur-liðinu tekst upp í þeim leik eftir þessi tíðindi.

mbl.is