Hjólreiðaparið með fimm gull

Laura Trott og Jason Kenny
Laura Trott og Jason Kenny AFP

Breska parið Laura Trott og Jason Kenny kepptu í fimm greinum á Ólympíuleikunum í Ríó og unnu þær allar. Í gærkvöldi hefði parið verið í 13. sæti á listanum yfir þær þjóðir sem flest gull hafa unnið á leikunum í Ríó.

Parið keppir í hjólreiðum og hefur áður gert garðinn frægan. Kenny hefur nú alls unnið sex ólympíugull en hann keppti einnig í Peking 2008 og London 2012. 

Trott var einnig  með í London og státar af þremur gullverðlaunum alls og er sigursælasta breska konan í sögu Ólympíuleikanna. 

Fyrir þá sem eru áhugasamir um einkalíf þeirra þá segir BBC að parið muni ganga í það heilaga í september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert