Bandaríkjakonur fá annað tækifæri

Bandaríska liðið fær annað tækifæri
Bandaríska liðið fær annað tækifæri AFP

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna í 4 x 100 m boðhlaupi kvenna, munu fá uppreisnarhlaup í kvöld og þar með tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn.

Þær bandarísku misstu keflið í undanúrslitunum og allt útlit var fyrir að ríkjandi meistarar yrðu ekki meðal keppnisþjóða á laugardaginn. Bandaríska liðið kærði hins vegar hlaupið á þeim forsendum að brasilíska boðhlaupssveitin hafi farið inn á þeirra braut og truflað skiptinguna örlagaríku.

Kæran var tekin til greina og þær bandarísku munu því hlaupa uppreisnarhlaup í kvöld klukkan 23:00 að íslenskum tíma. Nái þær betri tíma en kínverska sveitin sem er í áttunda sæti sem stendur á tímanum 42,70 sekúndur, fara meistararnir frá Londin 2012 beina leið í úrslitin.

Heimsmet bandarísku boðhlaupssveitarinnar er 40,82 sekúndur og verður að teljast ansi líklegt að þær skilji Kínverjana eftir með sárt ennið í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert