ÓL í Ríó – dagur 13

Aðeins fjórir dagar eru eftir af Ólympíuleikunum í Ríó. Íslensku keppendurnir átta hafa lokið keppni en einn Íslendingur verður þó í eldlínunni í kvöld.

Þórir Hergeirsson stýrir norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn Rússum í undanúrslitum kl. 23.30. Norðmenn eiga titil að verja. Sigurliðið mætir Hollendingum eða Frökkum í úrslitaleik á laugardag, en tapliðin í undanúrslitunum mætast í leik um bronsverðlaunin.

Í dag ráðast úrslitin í fjölda greina og verður Usain Bolt meðal annars á ferðinni á ólympíuleikvanginum þar sem hann freistar þess að vinna 200 metra hlaup, líkt og hann vann 100 metra hlaup aðfaranótt mánudags. Hann er meistari síðustu tveggja leika í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Úrslit 200 metra hlaupsins eru kl. 1.30 í nótt.

Keppt verður um 23 gullverðlaun í dag í eftirfarandi greinum: Frjálsum íþróttum (200 m hlaupi, 400 m grindahlaupi, kúluvarpi og tugþraut karla, og 400 m grindahlaupi og spjótkasti kvenna), badminton, strandblaki, hnefaleikum, kanóaróðri, dýfingum, hokkí, siglingum, taekwondo, þríþraut og glímu.

Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í …
Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert