„Erum hérna vegna hans“

Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson gætu orðið andstæðingar í …
Guðmundur Þórður Guðmundsson og Dagur Sigurðsson gætu orðið andstæðingar í úrslitaleik handknattleikskeppni karla á ÓL. mbl.is/Golli

Íslenskir handboltaþjálfarar njóta mikillar virðingar enda talar árangurinn sínu máli. Dagur Sigurðsson og Guðmundur Þórður Guðmundsson eru báðir komnir með lið sín, Þýskaland og Danmörku, í undanúrslit handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó.

Þýskaland mætir heims- og ólympíumeisturum Frakklands kl. 18.30 í dag og Danmörk mætir Póllandi kl. 23.30.

Morgunblaðið ræddi við lærisveina Dags og Guðmundar, þá Mikkel Hansen frá Danmörku og Fabian Wiede frá Þýskalandi, til að forvitnast um álit þeirra á þjálfurunum og hvernig væri að starfa með þeim. Wiede kveðst hæstánægður með störf Dags og Hansen segir Guðmund alvarlegan en vel undirbúinn.

Sjá viðtöl við Hansen og Wiede í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert