Farið með Hickey í öryggisfangelsi

Patrick Hickey.
Patrick Hickey. AFP

Lögregluyfirvöld í Brasilíu fluttu í dag Patrick Hickey, forseta evrópsku ólympíunefndarinnar, sem einnig situr í Alþjóðlegu ólympíunefndinni, í Bangu öryggisfangelsið í Ríó.

Hickey sótti um að fá sig lausan gegn því að greiða tryggingu en var neitað um það í dag af dómara í Brasilíu.

Frétt mbl.is: „Ótrú­legt ef hann er viðriðinn þetta“

Hickey var handtekinn á miðvikudag en hann er sakaður um aðild að ólöglegri sölu á miðum sem írsku ólympíunefndinni voru úthlutaðir. 

Skömmu eftir að Hickey var handtekinn var hann lagður inn á Samaritano spítalann í Ríó vegna brjóstverkja en var síðan daginn eftir settur í gæsluvarðhald.

Frétt mbl.is: For­seti hand­tek­inn fyr­ir miðabrask í Ríó

Lögregluyfirvöld í Ríó sögðu í dag að lögfræðingar á vegum Hickeys hafi sagt varðhaldið ekki vera lögum samkvæmt en hafi komist lítt áleiðis með þann málflutning.

Hickey er nú þegar búinn að stíga tímabundið til hliðar frá störfum sínum fyrir báðar nefndir en ólympíuráð Írlands sagði einnig fyrr í dag að það myndi hefja sjálfstæða rannsókn vegna ásakanna á Hickey sem hefur lengi verið forseti þess.

Frétt Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert