Afar ánægjuleg útkoma

Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, var þriðji Íslendingurinn í …
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, var þriðji Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit í sundkeppni á Ólympíuleikum. mbl.is/Eggert

Miðað við spilin sem Ísland hafði á hendi er ekki annað hægt en að vera afar ánægður með þann fjölda slaga sem íslenski hópurinn vann á Ólympíuleikunum í Ríó. Lokahátíð leikanna er annað kvöld en þeir átta íþróttamenn sem Ísland sendi til þátttöku hafa allir lokið keppni. Sumir þeirra geta farið frá Ríó hæstánægðir með sitt, aðrir kannski minna ánægðir, en ég held að í raun geti bara einn þeirra farið mjög óánægður frá Brasilíu.

Fyrst vil ég segja að það eru klárlega vonbrigði að íslenski hópurinn skuli ekki hafa verið stærri á Ólympíuleikunum í Ríó. Við stöndum sem þjóð vel að ýmsu leyti á íþróttasviðinu, en hér á stærsta íþróttaviðburði heims áttum við aðeins átta fulltrúa og höfum ekki átt færri í hálfa öld. Þar er ekki bara hægt að kenna um strangari þátttökuskilyrðum í sundi og frjálsíþróttum, okkar helstu einstaklingsgreinum. Önnur smáþjóð, Kýpverjar, var til að mynda með sjö frjálsíþróttamenn í ár eftir að hafa átt þrjá í London 2012, og 16 keppendur alls í stað 13 áður.

Ísland fékk heldur ekki nein ólympíuverðlaun í ár, frekar en fyrir fjórum árum. Fyrir mér ætti það að vera markmið íþróttayfirvalda að ná í verðlaun á hverjum ólympíuleikum. Á níunda tug þjóða hafa náð í verðlaun í Ríó, enda er hellingur af verðlaunapeningum í boði, eða 2.102 talsins. Danir hafa til að mynda náð í 13 verðlaun þegar þetta er skrifað í gær. Ég er ekki að segja að þetta sé bara ekkert mál, það er ótrúlegt afrek að ná í ólympíuverðlaun, en það hefur um langt árabil verið allt of lítið gert af hálfu stjórnvalda til þess að það sé raunhæfara markmið.

Viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert