Dagur vann leikinn um bronsið

Dagur fagnaði vel í leikslok.
Dagur fagnaði vel í leikslok. AFP

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handknattleik unnu bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó eftir að hafa lagt Pólland að velli 31:25 í dag.

Þýska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, en liðið hélt uppteknum hætti í þeim síðari og kláraði dæmið.

Tobias Reichmann var atkvæðamestur í þýska liðinu með 7 mörk en næstur kom Uwe Gensheimer með 6 mörk.

Lokatölur 31:25 fyrir Þýskalandi. Þetta eru önnur verðlaun Dags með þýska liðinu en hann varð Evrópumeistari með liðinu fyrr á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert