ÓL í Ríó - lokadagurinn

Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í úrslitaleik handbolta karla gegn Frökkum, …
Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í úrslitaleik handbolta karla gegn Frökkum, en hann stýrði Íslendingum í úrslitaleiknum 2008, einnig gegn Frökkum. AFP

Lokahátíð Ólympíuleikanna í Ríó fer fram í kvöld kl. 23 á Maracana-leikvanginum, þar sem leikarnir voru settir fyrir sextán dögum. Úrslitin ráðast í nokkrum greinum í dag.

Íslendingar fylgjast eflaust spenntastir með úrslitum í handbolta karla, en þar leika Danir undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar gegn Frökkum í úrslitaleiknum kl. 17. Þýskaland, undir stjórn Dags Sigurðssonar, leikur við Pólland um bronsverðlaun kl. 13.30.

Sjá einnig: „Maður fær svolítið flashback“

Í dag verður einnig keppt um ólympíumeistaratitilinn í maraþoni karla, kl. 12.30.

Ítalía og Brasilía mætast í úrslitaleik karla í blaki kl. 16.15, og kl. 18.45 mætast Serbía og Bandaríkin í úrslitaleiknum í körfubolta karla, en það er síðasti íþróttaviðburður leikanna áður en lokahátíðin hefst um kvöldið.

Kevin Durant og félagar mæta Serbíu í úrslitaleik í körfubolta.
Kevin Durant og félagar mæta Serbíu í úrslitaleik í körfubolta. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert