Sjötti titillinn í röð hjá Bandaríkjunum

Ólympíumeistararnir í körfubolta bregða á leik eftir að hafa fengið …
Ólympíumeistararnir í körfubolta bregða á leik eftir að hafa fengið gullverðlaun sín í Ríó í dag. AFP

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta hélt áfram langri sigurgöngu sinni á Ólympíuleikunum í dag þegar liðið vann Spán í úrslitaleiknum í Ríó, 101:72.

Bandaríska liðið hefur því orðið ólympíumeistari sex sinnum í röð, eða samfleytt frá því að liðið vann á heimavelli í Atlanta árið 1996. Liðið hefur nú unnið 49 leiki í röð á Ólympíuleikum!

Sigurinn í dag var afar öruggur. Diana Taurasi og Lindsay Whalen skoruðu 17 stig hvor og Maya Moore setti niður 14. Bandaríkin unnu alla leiki sína í Ríó af öryggi en Frakkar töpuðu með minnstum mun gegn þeim, með 19 stigum í undanúrslitum.

Serbía vann Frakkland í leiknum um bronsverðlaunin, 70:63.

Diana Taurasi og Sue Bird hafa nú unnið ferna Ólympíuleika …
Diana Taurasi og Sue Bird hafa nú unnið ferna Ólympíuleika hvor. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert