Ólympíuhópurinn fyrir Paralympics

Ólympíufararnir sem halda til Ríó í september.
Ólympíufararnir sem halda til Ríó í september. Ljósmynd/ÍSÍ

Fimm keppendum úr röðum fatlaðra tókst að tryggja sér þátttökurétt á Paralympics (Ólympíumóti fatlaðra) sem fer fram í Ríó í Brasilíu 7. - 18. september 2016. Hópinn skipa þrír sundmenn, einn frjálsíþróttamaður og einn bogfimimaður en þetta er í fyrsta sinn sem bogfimikeppandi verður fulltrú Íslands á leikunum.

Íslenskum keppendum fjölgar um einn á Paralympics frá síðustu leikum í London 2012 en þá átti Ísland fjóra fulltrúa, tvo í sundi og tvo í frjálsíþróttum. Það fjölgar því einnig um eina íþróttagrein hjá Íslendingum.

Keppendur Íslands á Paralympics 2016 eru:

Jón Margeir Sverrisson – sund  Fjölnir
Sonja Sigurðardóttir – sund – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – sund – ÍFR
Helgi Sveinsson – frjálsíþróttir – Ármann
Þorsteinn Halldórsson – bogfimi – Boginn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert