Íslensk framleiðsla reyndist vel í Ríó

Markus Rehm er með stoðtæki frá Össuri.
Markus Rehm er með stoðtæki frá Össuri. AFP

Íþróttafólk sem notaði íslenska framleiðslu frá Össuri hf. vann til tuttugu og sex verðlauna á nýafstöðnu Ólympíumóti í Ríó, Paralympics. Um er að ræða tólf gullverðlaun, sjö silfur og sjö brons. Auk þess settu þessir keppendur þrjú heimsmet og sex ólympíumótsmet.

Sem dæmi má nefna að allir verðlaunahafar í spretthlaupum, 100 m, 200 m og 400 metra í flokki T44 voru með fætur frá Össuri hf. Í þeim flokki keppa þeir sem eru aflimaðir fyrir neðan hné. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert