Wellinger varði titil sinn í skíðastökki

Robert Johansson, Andreas Wellinger og Johann Andre Forfang fagna verðlaunum …
Robert Johansson, Andreas Wellinger og Johann Andre Forfang fagna verðlaunum sínum í skíðastökkskeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. AFP

Þjóðverjinn Andreas Wellinger varð hlutskarpastur í skíðastökkskeppninni á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu þessa dagana.

Wellinger hafði titil að verja eftir að orðið ólympíumeistari á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi árið 2014. Wellinger fékk 259,3 stig fyrir stökkin sín tvö að þessu sinni og dugði það honum til sigurs. 

Norðmaðurinn Johann Andre Forfang varð í öðru sæti og samlandi hans, Robert Johansson, hreppti svo bronsverðlaun. Forfang hlaut 250,9 stig, en Johansson nældi sér aftur á móti í 249,7 stig.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert