Mistök dýr í krefjandi braut

Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu í Pyeongchang.
Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu í Pyeongchang. AFP

Freydís Halla Einarsdóttir úr Ármanni var nokkuð sátt við 41. sætið í sviginu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þegar Morgunblaðið ræddi við hana en hún var með rásnúmer 48 og hækkaði sig því um nokkur sæti.

Hún var hins vegar ekki eins ánægð með hversu langt hún var á eftir ólympíumeistaranum Fridu Hansdotter frá Svíþjóð en Freydís var samtals 14 sekúndum á eftir henni. Keppendur voru 78 og 58 þeirra luku keppni.

„Þetta var þokkalegt. Ég var í dálitlum vandræðum í fyrri ferðinni og gerði nokkur mistök í efri hlutanum. Var í hálfgerðu brasi að ná taktinum en náði að skila mér ágætlega í mark. Seinni ferðin var mun betri hjá mér en mistök sem ég gerði í miðri ferð kostuðu mig talsverðan tíma. Á heildina litið er ég ánægð með að hafa skilað mér í mark við erfiðar aðstæður. Ég er ekki alveg sátt við hvernig ég skíðaði en get ekki verið annað en sátt við í hvaða sæti ég lenti. Það var í samræmi við væntingar okkar þjálfaranna en ég var þó heldur lengra á eftir efstu konum en ég bjóst við,“ sagði Freydís.

Sjá nánar viðtöl við Freydísi og Snorra Einarsson í heild í íþróttablaði  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert