Hefur skorað mark á fimm Ólympíuleikum

Marta skorar annað marka sinna í leiknum gegn Kína á …
Marta skorar annað marka sinna í leiknum gegn Kína á Ólympíuleikunum í dag. AFP

Brasilíska knattspyrnukonan Marta, samherji Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur hjá Orlando Pride í Bandaríkjunum, varð í dag fyrst í sögunni, kona eða karl, til að skora mark á fimm Ólympíuleikum.

Hún skoraði tvö marka Brasilíu í stórsigri á Kína, 5:0, í fyrstu umferð leikanna. Marta, sem er 35 ára gömul, hafði áður skorað fyrir Brasilíu á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. 

Hún hefur nú skorað 111 mörk í 160 landsleikjum á nítján ára ferli sínum sem landsliðskona Brasilíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert