Tvær þjóðir gengu grímulausar inn

Fulltrúar Kirgistan og grímulausir fánaberar fremstir í flokki.
Fulltrúar Kirgistan og grímulausir fánaberar fremstir í flokki. AFP

Á setningarathöfn Ólympíuleikanna sem er að ljúka í Tókýó þessa stundina hefur vakið athygli að fulltrúar tveggja þjóða gengu inn á leikvanginn að mestu leyti án þess að vera með andlitsgrímur, sem þó er skylda á leikunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta voru miðasíuþjóðirnar og fyrrverandi Sovétlýðveldin Kirgistan og Tadjikistan. Aðeins einn af íþróttafólkinu frá Kirgistan var með grímu og flestir í liði Tadjikistan voru grímulausir. 

Þá voru fánaberar Pakistan ekki með grímur en nánast allir aðrir þátttakendur í setningarathöfninni fóru að fyrirmælum.

Í Kirgistan hefur ekki verið lögð mikil áhersla á grímunotkun í kórónuveirufaraldrinum. Forseti landsins Sadyr Japarov sagði samkvæmt  fréttastofunni AKIpress fyrr í dag að bólusetningar væru engin skylda.

Hjá Tadjikistan voru þátttakendur ýmist með grímur eða ekki.
Hjá Tadjikistan voru þátttakendur ýmist með grímur eða ekki. AFP
Fánaberar Pakistan voru ekki með grímur.
Fánaberar Pakistan voru ekki með grímur. AFP
mbl.is