Fjölhæfur Tongamaður stal enn senunni ber að ofan

Enn á ný stal Pita Taufatofua senunni á setningarathöfn Ólympíuleika. …
Enn á ný stal Pita Taufatofua senunni á setningarathöfn Ólympíuleika. Hér er hann ber að ofan í sjö gráðu frosti á síðustu vetrarólympíuleikum. AFP

Ólympíuleikarnir í Tókýó voru formlega settir í gær við hátíðlega athöfn. Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttur voru glæsilegir fánaberar Íslands á setningarhátíðinni.

Þriðju Ólympíuleikana í röð stal Pita Taufatofua hins vegar senunni. Taufatofua mætti ber að ofan, í ta'ovala (pils frá heimalandinu sem er bundið við mittið) og vel olíuborinn sem fulltrúi Tonga. Rúmlega 100.000 manns búa á Tonga sem er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi.

Taufatofua, sem er 37 ára gamall, keppir í taekwondo á leikunum, rétt eins og hann gerði á leikunum í Ríó árið 2016. Kappinn er fjölhæfur því hann keppti í skíðagöngu á vetrarólympíuleikunum í Pjongjang árið 2018. Þar var hann að sjálfsögðu fánaberi sinnar þjóðar, ber að ofan og olíuborinn að vanda þrátt fyrir um sjö gráðu frost.

Honum er margt til lista lagt því ásamt því að keppa á vetrar- og sumarólympíuleikum þá er hann verkfræðingur og sendiherra fyrir UNICEF.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Pita Taufatofua fór á ný fyrir ólympíusveit Tonga á setningarathöfninni …
Pita Taufatofua fór á ný fyrir ólympíusveit Tonga á setningarathöfninni í Tókýó í gær. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert