Fyrstu gullverðlaun gestgjafanna

Naohisa Takato vann fyrstu gullverðlaun gestgjafanna á Ólympíuleikunum.
Naohisa Takato vann fyrstu gullverðlaun gestgjafanna á Ólympíuleikunum. AFP

Naohisa Takato vann í dag fyrstu gullverðlaun Japans á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Takato hafði betur gegn Yung Wei Yang frá Taívan í úrslitum í -60 kg flokki í júdó. Yang fékk á sig þrjú vítastig í úrslitaviðureigninni og Takato fagnaði sigri.

Yeldos Smetov frá Kasakstan og Luka Kkheidze frá Frakklandi deila með sér bronsverðlaunum.

mbl.is