Geitin mætir til Tókýó

Simone Biles sést hér á æfingu fyrir leikana á fimmtudag.
Simone Biles sést hér á æfingu fyrir leikana á fimmtudag. AFP

Hin 24 ára Bandaríkjakona Simone Biles sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Þar vann hún fjögur gull; í fjölþraut, liðakeppni, stökki og gólfæfingum. Síðan þá hefur hún ekki tapað keppni í fjölþraut og raunar ekki síðan 2013. Frá því ári hefur hún unnið til 26 verðlauna á heimsmeistaramótum, þar af 19 gullverðlauna. Ótrúlegir yfirburðir.

Raunar hafa yfirburðirnir verið svo miklir að Biles lét setja mynd af geit aftan á búning sinn sem vísun í að hún sé sú besta allra tíma (e. G.O.A.T.: greatest of all-time). Einhverjir íþróttamenn myndu fá á sig hrokastimpil fyrir slíkt en yfirburðir Biles hafa verið svo miklir síðustu ár að enginn kippir sér upp við þetta.

Markmið Biles á leikunum í ár er eflaust að verða fyrsta konan til að verja gull sitt á leikunum í fjölþraut í meira en hálfa öld en Vera Caslavska gerði það síðast árið 1968. Þá gæti hún jafnað Larisu Latyninu með því að vinna til samtals níu gullverðlauna á Ólympíuleikum. Til þess þarf hún að verja gullin fjögur frá því í Ríó og bæta við gulli á jafnvægisslá þar sem hún fékk brons fyrir fimm árum. Fáir myndu veðja gegn Biles enda vann hún til fimm gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Stuttgart fyrir tveimur árum.

Nánar er fjallað um Biles og aðra íþróttamenn sem eru líklegir til afreka á leikunum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »