Sannfærandi sigur Egypta

Ahmed Mohamed fagnar marki fyrir Egypta gegn Portúgölum í dag.
Ahmed Mohamed fagnar marki fyrir Egypta gegn Portúgölum í dag. AFP

Egyptar sýndu styrk sinn í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Portúgölum, 37:31.

Staðan var 15:15 í hálfleik og jafnræði var fram í miðjan síðari hálfleik en þá náðu Egyptar þriggja marka forskoti og juku það síðan jafnt og þétt.

Ahmed Mohamed skoraði 7 mörk fyrir Egypta, Ahmed Elahmar og Yahia Omar 6 mörk hvor. Joao Ferraz skoraði 6 mörk fyrir Portúgala og André Gómez og Pedro Portela 5 mörk hvor.

Einn leikur er eftir í B-riðli keppninnar í dag en heimsmeistarar Danmerkur mæta gestgjöfum Japans klukkan 12.30. Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japan. Í fyrsta leik dagsins í B-riðli unnu Svíar afar nauman sigur á Barein, 32:31.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert