Silfurliðið vann nauman sigur

Grace Zaadi átti stórleik.
Grace Zaadi átti stórleik. AFP

Frakkland, silfurliðið frá Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016, vann nauman 30:29-sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Frakkland var með 15:12-forskot í hálfleik og hélt þeirri forystu þangað til í blálokin er Ungverjaland minnkaði muninn í 29:28. Frakkar skoruðu hins vegar næsta mark og unnu að lokum.

Grâce Zaadi átti stórleik fyrir Frakkland og skoraði tíu mörk. Petra Vámos gerði sex fyrir Ungverjaland.

mbl.is