Svíar fóru illa með Spánverja

Elin Hansson var markahæst í sænska liðinu.
Elin Hansson var markahæst í sænska liðinu. AFP

Svíþjóð vann sannfærandi 31:24-sigur á Spáni í handbolta í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Í stöðunni 6:6 skoraði Svíþjóð fimm mörk í röð og voru Spánverjar ekki líklegir til að jafna eftir það.

Elin Hansson var markahæst í sænska liðinu með sex mörk og þær Linn Blohm og Emma Lindqvist skoruðu fimm mörk hvor.       

Nerea Pena skoraði átta mörk fyrir spænska liðið, sem fékk silfur á HM 2019. Síðustu verðlaun Svíþjóðar á stórmóti kom árið 2014 er liðið hafnaði í þriðja sæti á EM.

mbl.is