Systurnar settu heimsmet

Cate Campbell, til hægri, fagnar sigrinum og heimsmetinu með liðsfélögum …
Cate Campbell, til hægri, fagnar sigrinum og heimsmetinu með liðsfélögum sínum. AFP

Fyrsta heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó féll strax í morgun þegar sveit Ástralíu sigraði í 4x100 metra skriðsundi.

Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell sigruðu í boðsundinu á 3:29,69 mínútum og bættu metið um 36/100 úr  sekúndu en Ástralar áttu sjálfir fyrra metið sem var sett á Samveldisleikunum árið 2018. Ástralía hefur nú unnið þessa grein á þrennum Ólympíuleikum í röð.

Kanada fékk silfurverðlaunin og Bandaríkin bronsið en þar á eftir komu Holland, Bretland, Svíþjóð, Kína og Danmörk.

Bronte Campbell, Meg Harris, Emma Mckeon og Cate Campbell með …
Bronte Campbell, Meg Harris, Emma Mckeon og Cate Campbell með gullverðlaunin í morgun. AFP
mbl.is