Veðrið setur strik í reikninginn í Tókýó

Bandarísk róðrarsveit kvenna á æfingu í Tókýó.
Bandarísk róðrarsveit kvenna á æfingu í Tókýó. AFP

Slæm veðurspá hefur gert skipuleggjendum Ólympíuleikanna lífið leitt en þeir hafa nú neyðst til þess að aflýsa allri keppni í róðri næstu tvo daga.

Spáð er hvassviðri í Tókýó á mánudag og þriðjudag og útlit er fyrir að aðstæður fyrir róðrarkeppnina verði ekki boðlegar. Af þeim sökum hefur hluta þeirrar keppni sem fram átti að fara á morgun verið flýtt til dagsins í dag, og viðburðir sem fram áttu að fara á þriðjudaginn hafa verið færðir yfir til miðvikudags. Fyrir vikið verða frekari tilfærslur á keppnisdagatalinu í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert