Þrettán ára ólympíumeistari

Momiji Nishiya með gullverðlaunin í morgun.
Momiji Nishiya með gullverðlaunin í morgun. AFP

Momiji Nishiya frá Japan varð í morgun yngsti ólympíumeistari sögunnar þegar hún sigraði í keppni á hjólabrettum, eftir harða baráttu við jafnaldra sinn en Rayssa Leal frá Brasilíu fékk silfrið.

Þær eru báðar þrettán ára gamlar og kræktu í gullið og silfrið í götuflokki kvenna á hjólabrettum, en íþróttin er nú með á Ólympíuleikum í fyrsta skipti. Hún var einmitt tekin inn sem ólympíugrein til að fá yngri keppendur þangað og það virðist hafa tekist vel.

Momiji Nishiya fagnar góðri æfingu á hjólabrettinu.
Momiji Nishiya fagnar góðri æfingu á hjólabrettinu. AFP

Hin sextán ára gamla Funa Nakayama frá Japan fékk bronsið og talið er fullvíst að meðalaldurinn á verðlaunapallinum sé sá lægsti í sögu leikanna.

Japanir urðu jafnframt tvöfaldir meistarar í greininni því hinn 22 ára gamli Yuto Horigome sigraði í karlaflokki í gær.

Þrettán, þrettán og sextán. Rayssa Leal, Momiji Nishiya og Funa …
Þrettán, þrettán og sextán. Rayssa Leal, Momiji Nishiya og Funa Nakayama á verðlaunapallinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert