Búin að slá markametið í þremur leikjum

Vivianne Miedema er búin að skora átta mörk í þremur …
Vivianne Miedema er búin að skora átta mörk í þremur leikjum fyrir Holland. AFP

Framherjinn Vivianne Miedema hefur leikið á als oddi fyrir Hollendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó en knattspyrnukonan hefur raðað inn mörkum.

Holland leikur til fjórðungsúrslita á föstudaginn og mætir þá heimsmeisturum Bandaríkjanna eftir að hafa unnið tvo leiki í riðlakeppninni, gert eitt jafntefli og skorað 21 mark. Miedema hefur skorað átta mörk, fjögur í 10:2-sigrinum gegn Sambíu í fyrstu umferðinni, tvö í 3:3-jafntefli gegn Brasilíu og svo aftur tvö í 8:2-sigri á Kína í dag.

Það sem gerir afrekið enn ótrúlega er að hún hefur ekki spilað hverja mínútu í mótinu. Hún hefur alls leikið 177 mínútur í leikjunum þremur og er því að skora mark á 22 mínútna fresti. Þá er hún nú þegar búin að slá markametið á Ólympíuleikunum en Christine Sinclair frá Kanada tókst að skora sex mörk á leikunum í London árið 2021 í fimm leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert