Ekki í felum með að hann ætlar sér langt

Anton Sveinn McKee hefur ekki farið í felur með að …
Anton Sveinn McKee hefur ekki farið í felur með að hann ætlar sér langt á Ólympíuleikunum. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Það verður afar áhugavert að fylgjast með Antoni Sveini McKee þegar hann stingur sér til sunds á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eins og fram kemur í greininni hér til hliðar, og í viðtali sem birtist í blaðinu í síðustu viku, hefur Anton lagt allt í sölurnar til að ná sínum besta árangri á þessum leikum.

Hann mætir til leiks með mikla reynslu á bakinu, er á sínum þriðju Ólympíuleikum og hefur náð góðum árangri á Evrópumótum ásamt því að keppa sem atvinnumaður með félagsliði.

Anton fer ekkert í felur með það að hann ætlar sér mjög langt í 200 metra bringusundinu, enda þótt hann mæti til leiks númer 25 í röðinni af þátttakendum, miðað við fyrri árangur.

Hann segist reyndar einbeita sér að því að ná ákveðnum tímum en horfi ekkert á keppinautana. Enda geti hann engu um það ráðið hvað þeir gera. Síðan komi bara í ljós hverju það skilar. En þeir tímar sem hann stefnir á tala sínu máli eins og farið er yfir í umræddri grein.

Bakvörðin má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert