Sviss tók öll þrenn verðlaunin

Svissnesku sigurvegararir með gull, silfur og brons verðlaun sín í …
Svissnesku sigurvegararir með gull, silfur og brons verðlaun sín í morgun. AFP

Svisslendingar hrepptu öll þrenn verðlaunin í fjallahjólreiðum kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í Berlín árið 1936 sem Sviss tekst að taka öll þrenn verðlaunin í einni og sömu greininni.

Jolanda Neff tók forystuna snemma í keppninni og gaf hana aldrei frá sér yfir hringina fimm, hún kom í mark á tímanum 1:15,46, mínútum og ellefu sekúndum á undan Lindu Indergand sem var í öðru sæti. Sjö sekúndum síðar kom svo þriðji svissneski keppandinn í mark, Sina Frei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert