Simone Biles er hætt keppni

Simone Biles er hætt keppni.
Simone Biles er hætt keppni. AFP

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles tilkynnti fyrir stundu að hún væri hætt keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. 

Biles glímdi við meiðsli í liðakeppninni og gat ekki lokið henni með bandaríska liðinu. Nú hefur hún einnig dregið sig út úr úrslitakeppninni á einstökum áhöldum í einstaklingskeppninni en þar var hún komin í úrslit á öllum áhöldum og sigurstranglegust á þeim flestum.

Í tilkynningu frá bandaríska fimleikasambandinu segir:

„Eftir nánari læknisrannsókn hefur Simone Biles dregið sig út úr úrslitum einstaklingskeppninnar og ætlar að einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Hún verður metin daglega áður en ákvörðun verður tekin um hvort hún keppi í næstu viku. Jade Carey sem var í níunda sæti í undankeppninni tekur hennar sæti í úrslitunum.

Við styðjum Simone af öllu okkar hjarta og dáum hugrekki hennar í að láta heilsuna vera í fyrirrúmi. Hugrekki hennar sýnir eina ferðina enn hvers vegna hún er fyrirmynd svo margra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert