Bandarískur sigur þrátt fyrir fjarveru Biles

Sunisa Lee í æfingum á jafnvægisslá.
Sunisa Lee í æfingum á jafnvægisslá. AFP

Sunisa Lee hélt uppi merki bandarískra fimleikakvenna í fjarveru Simone Biles í dag og varð ólympíumeistari í fjölþraut í Tókýó.

Lee endaði með samtals 57,433 stig og náði að halda sér fyrir ofan Rebeca Andrade frá Brasilíu sem fékk 57,298 stig og mistókst að slá þeirri bandarísku við á síðasta áhaldinu þrátt fyrir að eiga góða möguleika á því. Bronsið fékk síðan Angelina Melnikova frá Rússlandi með 57,199 stig.

Þetta er í fimmta skiptið í röð sem Bandaríkin sigra í þessari grein á Ólympíuleikum en Lee er jafnframt fyrsta fimleikakonan af asísku bergi brotin sem hlýtur gullverðlaun í greininni.

Rebeca Andrade, Sunisa Lee og Angelina Melnikova fengu verðlaunin í …
Rebeca Andrade, Sunisa Lee og Angelina Melnikova fengu verðlaunin í fjölþrautinni í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert