Doncic og félagar fóru létt með Japani

Luka Doncic fer fram hjá Rui Hachimura og skorar í …
Luka Doncic fer fram hjá Rui Hachimura og skorar í leiknum í morgun. AFP

Luka Doncic og félagar í slóvenska karlalandsliðinu í körfuknattleik unnu öruggan sigur á gestgjöfum Japana, 116:81, á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Doncic skoraði næstum því helmingi færri stig en þegar hann skaut Argentínumenn í kaf í fyrstu umferðinni en var samt stigahæstur Slóvena með 25 stig og tók auk þess sjö fráköst og átti sjö stoðsendingar. Zoran Dragic skoraði 24 stig en hjá Japönum var Rui Hachimura í sérflokki og skoraði 34 stig.

Slóvenar eru þá með tvo sigra í tveimur leikjum í C-riðli og eru öruggir áfram en Japanir hafa tapað báðum sínum leikjum.

mbl.is