Tvöfaldur heimsmeistari með veiruna

Sam Kendricks vann bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum 2016.
Sam Kendricks vann bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum 2016. AFP

Bandaríski stangarstökkvarinn Sam Kendricks, bronsverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Ríó 2016, tekur ekki þátt í Tókýó um helgina eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Kendricks, 28 ára, þótti afar sigurstranglegur í greininni en ásamt því að hreppa bronsið á síðustu leikum hefur hann í tvígang orðið heimsmeistari. NBC segir frá því að að Kendricks hafi greinst með veiruna í gær og í kjölfarið hafi nánast allt frjálsíþróttalið Ástralíu þurft að fara í sóttkví vegna umgengni við Kendricks en þeir íþróttamenn voru ekki með veiruna.

Allir keppendur fara í veirupróf daglega en um þrjú þúsund smit greinast daglega í Tókýó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert