Frakkar unnu toppslaginn

Frakkar fagna marki í morgun.
Frakkar fagna marki í morgun. AFP

Frakkland vann góðan 36:31-sigur gegn Spáni í uppgjöri tveggja efstu liða A-riðilsins í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Frakkar eru eftir sigurinn með fullt hús stiga, átta, að loknum fjórum leikjum. Spánverjar koma þar á eftir með sex stig eftir jafnmarga leiki. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum leikanna.

Frakkar voru við stjórn allan leikinn, náðu forystunni og létu hana aldrei af hendi. Staðan í leikhléi var 18:12 og skaðinn þar með skeður fyrir Spánverja sem náðu mest að minnka muninn niður í fjögur mörk í síðari hálfleiknum.

Nedim Remili fór fyrir Frökkum í markaskorun og skoraði níu sinnum. Hugo Descat kom þar á eftir með sjö mörk.

Í liði Spánverja voru Alex Dujshebaev og Aleix Gómez markahæstir með fimm mörk hvor.

mbl.is