Svíar slógu heimakonur út

Svíar fagna marki Kosovare Asllani í dag.
Svíar fagna marki Kosovare Asllani í dag. AFP

Svíþjóð er komin í undanúrslitin í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum eftir að hafa unnið sterkan 3:1-sigur á gestgjöfunum í Japan á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Magdalena Eriksson kom Svíum yfir snemma leiks, á 7. mínútu, áður en Miana Tanaka jafnaði metin fyrir Japan um miðjan fyrri hálfleikinn.

Staðan var jöfn í hálfleik, 1:1, en í síðari hálfleik sýndu Svíar mátt sinn og megin.

Markaskorarinn mikli Stina Blackstenius kom Svíum yfir að nýju snemma í hálfleiknum, á 53. mínútu, og Kosovare Asllani gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu.

Svíþjóð mætir Ástralíu í undanúrslitunum, en Ástralar slógu Stóra-Bretland út í morgun með 4:3-sigri á Stóra-Bretlandi í stórskemmtilegum, framlengdum leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert