Brasilíumenn mörðu Egypta

Richarlison með boltann í leik Brasilíu og Egyptalands í morgun.
Richarlison með boltann í leik Brasilíu og Egyptalands í morgun. AFP

Brasilía er komið í undanúrslitin í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa sigrað Egyptaland í fjórðungsúrslitunum með minnsta mun í morgun.

Sigurmarkið kom á 37. mínútu, þegar Richarlison, framherji Everton, lagði boltann fyrir markið og fann þar Matheus Cunha, framherja Herthu Berlín, sem skoraði með góðu skoti niður í fjærhornið.

Brasilía mun mæta annaðhvort Suður-Kóreu eða Mexíkó í undanúrslitunum, en þau etja nú kappi og er Mexíkó með 3:1 forystu að loknum fyrri hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert