Skapvondur Djokovic tapaði leiknum um bronsið og gaf tvíliðaleikinn

Novak Djokovic ósáttur eftir tapið gegn Pablo Carreno í morgun.
Novak Djokovic ósáttur eftir tapið gegn Pablo Carreno í morgun. AFP

Serbinn Novak Djokovic laut í lægra haldi gegn Spánverjanum Pablo Carreno í leik þeirra um bronsverðlaunin í tennis karla á Ólympíuleikunum í morgun.

Djokovic átti ekki góðan dag og tapaði öllum þremur settum, þar sem Carreno átti eflaust sinn besta leik á ferlinum.

Carreno vann fyrsta sett 6:4, annað sett 7:6 og það þriðja 6:3.

Djokovic missti hausinn tvisvar í þriðja settinu þar sem hann fleygði tennisspaða sínum upp í áhorfendastúku og braut hann svo í tvennt skömmu síðar.

Þá gáfu hann og Nina Stojanovic leik sinn í blönduðum tvíliðaleik gegn Áströlunum Ashleigh Barty og John Peers um bronsverðlaun.

mbl.is