Deildu gullinu í hástökki

Mutaz Essa Barshim er ólympíumeistari í hástökki.
Mutaz Essa Barshim er ólympíumeistari í hástökki. AFP

Katarbúinn Mutaz Essa Barshim og Ítalinn Gianmarco Tamberi eru báðir ólympíumeistarar í hástökki karla á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa endað hnífjafnir.

Barshim stökk 2,37 metra líkt og Tamberi og þurftu þeir báðir nákvæmlega jafn margar tilraunir til þess að ná þeim árangri. Hvorugur náði að stökkva 2,39 metra og því deila þeir gullinu.

Hvít-Rússinn Maksim Nedasekau stökk einnig 2,37 metra en þurfti til þess fleiri tilraunir í heildina og tók því bronsið.

Gianmarco Tamberi er einnig ólympíumeistari í hástökki.
Gianmarco Tamberi er einnig ólympíumeistari í hástökki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert