Ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Þýskalandi eru komnir í …
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Þýskalandi eru komnir í fjórðungsúrslitin. AFP

Lokastaða beggja riðla í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú orðin ljós eftir að síðasta leiknum í B-riðlinum lauk rétt í þessu.

Danmörk vann B-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Svíþjóð nú fyrir skemmstu. Svíþjóð endar í þriðja sæti með 8 stig eins og Danir og Egyptar, en með lakari árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi tryggðu sér svo þriðja sætið í A-riðlinum með góðum sigri gegn Brasilíu fyrr í dag.

Fjórðungsúrslitin verða því eftirfarandi:

Frakkland – Barein

Svíþjóð - Spánn

Þýskaland - Egyptaland

Danmörk – Noregur

Allir fjórir leikirnir  fara fram þriðjudaginn 3. ágúst næstkomandi.

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein eru sömuleiðis í fjórðungsúrslitunum.
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein eru sömuleiðis í fjórðungsúrslitunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert