Grikkinn nældi í gullið í lokastökkinu

Miltiadis Tentoglou fagnar sigrinum í langstökki karla í nótt.
Miltiadis Tentoglou fagnar sigrinum í langstökki karla í nótt. AFP

Miltiadis Tentoglou frá Grikklandi er ólympíumeistari í langstökki karla eftir að hafa skotið Kúbverjanum Juan Miguel Echevarria ref fyrir rass eftir æsilega keppni í úrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.

Báðir stukku þeir lengst 8,41 metra en Tentoglou hirti gullið vegna þess að önnur stökktilraun Grikkjans var betri en sú hjá Echevarria.

Tentoglou náði ekki að stökkva 8,41 metra fyrr en í lokatilraun sinni, þeirri sjöttu, og þegar allar tilraunirnar voru taldar saman hafði hann stokkið lengra í heild.

Echevarria hafði tækifæri til þess að laga stöðuna til muna en í fjórðu tilraun sinni stökk hann aðeins 6,71 metra og virtist togna aftan í læri í leiðinni. Þjakaður af meiðslum reyndi hann að stökkva í sjöttu og síðustu tilrauninni en hún var dæmd ógild og Tentoglou því ólympíumeistari.

Annar Kúbverji, Maykel Masso, nældi sér í bronsverðlaun eftir að hafa stokkið 8,21 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert