Setti ólympíumet og skákaði heimsmetshafanum

Jasmine Camacho-Quinn himinlifandi eftir að hafa tryggt sér ólympíugull.
Jasmine Camacho-Quinn himinlifandi eftir að hafa tryggt sér ólympíugull. AFP

Spretthlauparinn Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó hafði betur gegn bandaríska heimsmethafanum Kendru Harrison þegar sú fyrrnefnda setti ólympíumet í úrslitunum í 100 metra grindahlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.

Camacho-Quinn átti frábært hlaup þar sem hún brunaði í mark á 12,37 sekúndum og skákaði Harrison, sem hljóp á 12,52 sekúndum. Heimsmet Bandaríkjakonunnar, sem hún setti árið 2016, er 12,20 sekúndur.

Sigurinn var sérlega sætur fyrir Camacho-Quinn þar sem hún komst ekki á Ólympíuleikana í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016.

Jamaíkakonan Megan Tapper nældi sér í bronsverðlaun með því að hlaupa á 12,55 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert